Já, ég hef samúð með ykkur, því þið hafið aldrei þjáðst. Ykkur hefur skort hið göfuga, mikla hjarta, hina örlátu sál, sem er forsenda þjáningarinnar. En senn rennur upp tími friðþægingarinnar, hafi hann ekki gert það nú þegar. Og þá munuð þið gripnir angist yfir skelfilegu innihaldsleysi gervallrar tilvistar ykkar. 

Ólánsömu menn! Þið munið ekkert finna sem fyllir það. Þið nálgist þröskuld eilífrar iðrunar – eftir hverju? Lífinu. Frammi fyrir ódauðleikanum munuð þið iðrast ryksins, tómsins. 

Úr bókinni Herculine Barbin – sem eru nýuppgötvaðar endurminningar nítjándu aldar hermafródítu. 

Þýðing gerð úr enskri þýðingu Richards McDougall.