Tilvitnun vikunnar

Hún ímyndar sér hvað þetta væri allt saman einfalt ef hún væri eins og María, konan mín. Eins og allar Maríur þessa heims. Kannski hún sé, líkt og María Magdalena, hóra en samt manneskja. Kynskiptingur en samt manneskja. Er Auður Ögn Arnarsdóttir manneskja? Ef hún ætti að spyrja sjálfa sig án þess að svara með annarri spurningu gæti hún ekki svarað. Hún er manneskja vegna þess að hún er manneskja.

Mikael Torfason – Saga af stúlku