Úr Snúið aftur úr stríði

Fyrir utan hermannaskálanna
bíður fólkið kvíðafullt
líkt og þegar trompetið kalli
sé stríðinu lokið
Eftirlifendurnir snúa aftur
Í fjarlægð má sjá glitta í hertrukkana,
byssurnar eru hífðar upp langsum
yfir höfuð hermannanna,
líkt og þær fljóti upp að hálsum þeirra
Þetta eru leifar þeirra sem enn eru í fullu fjöri
Axlir eru án axlaskúfa
búningar án hnappa,
handleggir þeirra eins og árar í uppþornuðum árfarvegi
væla Nói, Nói, Nói
Leifar þeirra sem enn eru í fullu fjöri.
Á samkomu sem þessari
grætur enginn tapaða útlimi.
Minnstu manneskjutætlur eru nóg.
Það sem skiptir mestu er að vera á lífi,
tapaðir útlimir skipta engu.

Hver einasti kjaftur á hertrukkunum
er talinn lifandi og dauður – bæði í senn
Lifandi og dauður bæði í senn
Óvissa og vissa,
líf og dauði,
eru nú samofin.
Eftir augnablik verður sannleikurinn ljós,
hinir dauðu verða að eilífu dauðir,
og hinir lifandi lifa að hluta.
Krítísku augnablikin tvístra, þykist ég vita,
þau geta frelsað, eða drepið, tafarlaust
í þrumandi skyndingu, grípa þig óforvarendis
eins og flóð, þú færð engan fyrirvara
til að safna saman eigum þínum
eða klæða þig.
Á samkomu sem þessari
verða gleði og harmur fljótt sitthvor hluturinn
og sjálfselskan sýnir sig
vera öflugasti þáttur mannlegs eðlis.

Hún er eins og bátur sem tekur á sig brot
kona sem leitar að syni sínum
er eins og bátur sem tekur á sig brot.
Skammt undan, faðmlag
svo þétt að
það verður aldrei rofið.
Veislur og útfarir
eru nágrannatré
Fingur þeirra fléttast saman,
en mikið eru þau ólík.

Salah Niazi
Þýðing: EÖN úr enskri þýðingu höfundar.

Andspyrna í einu rúmi

Þú skríður upp í rúm, kveikir á símanum og skyndilega hrekkurðu upp einsog þú hafir verið að falla í draumi: Allt þetta fólk er dáið. Þú veist varla hvar þú liggur lengur, fylgist með dánartölunni vaxa og dvína, kippist við í augnablik einsog á þig sé skotið, kippist svo aftur við af hræsninni: á þig er ekki skotið, þú liggur í rúminu, þér er hlýtt og fjöllin skýla þér, lúpínubreiðurnar, blámi fjallanna, fjarlægðin.

Afsakið tilfinningasemina en þið skríðið upp í rúm, hvort sínu megin, kveikið á símunum og setjið í brýnnar; þið hafið ekki unnið fyrir tárum en langar að grenja eða að minnsta kosti andvarpa, fórna höndum. Börnin eru sofnuð og þér skilst að Disneylandi Parísar hafi verið lokað í fyrsta sinn frá því það opnaði fyrir 25 árum síðan. Svo gerðist víst eitthvað í Beirút. Og eitthvað alls staðar, úti um allt, kannski drepast aldrei færri en í París, hugsarðu, og verður ósegjanlega leiður. Þessi leiði er að fara að bjarga heiminum.

Svo ferðu bara að gera eitthvað annað. Hvað sem er. Sofa. Dreyma. Þú þekkir fólk í París. Þú ferð þangað á fimmtudag, þið farið þangað bæði, hótelið er skotspöl frá Bataclan, þar sem fasistarnir vinna, þar sem Marine Le Pen verður bráðum forseti og salafistarnir plotta uppreisn. Þú hugsar eitthvað um skriðþunga mannkynssögunnar og réttir upp hendur, sendir inn afsögnina, þetta er ekki gerlegt – fimmtán ára, þeir voru fimmtán ára.

Þú skríður upp í rúm. Það er alveg sama hvað þú lest þessa frétt oft, hún er alltaf eins. Klukkan er orðin margt og bráðum hefst andspyrnan.

Rímar við tímana #hasstaggvantar

Höfundurinn og verk hans eru eitt, It’s my life. Hann á helst að ganga svo nærri sjálfum sér að ekkert er eftir, svo mætir hann í viðtöl eins og sprungin blaðra, algerlega tæmdur, spyrillinn situr fyrir framan hann alveg gáttaður, honum dettur ekkert annað í hug en þetta: Þú hlýtur að vera algerlega úrvinda eftir að hafa komið þessu á bók! Og höfundurinn, loftlaus og aðframkominn, muldrar upp úr eins manns hljóði: Ég skrifaði bókina því hún rímar svo vel við tímana. Bókmenntirnar þrá nú flóðlýsinguna, hættan er sú að þær samlagist okkar athyglisóða samtíma í stað þess að veita viðnám, og hvernig er þá komið fyrir hugarfarinu og sálinni, svo vitnað sé í þann sem ekki má nefna.

Eiríkur Guðmundsson skrifar á Víðsjárvefinn | RÚV:

Í réttri en engri sérstakri röð

Hlutir sem ég er orðinn þreyttur á að tjá mig um (í engri sérstakri röð):

  • Kjaramál.
  • Stjórnmál. 
  • Menningarpólitík.
Hlutir sem ég myndi gjarna vilja tjá mig meira og betur um (í engri sérstakri röð):
  • Fagurfræði. 

„Tíminn er takmörkuð auðlind“ – um Heimsku eftir Eirík Örn Norðdahl | Sirkústjaldið

Það sem er sérstakt við Heimsku er að það er fjallað um þessi mál af nærgætni og án þess að samfélagið sem slíkt sé dæmt. Það skín út úr rödd sögumannsins að þessi þörf fyrir athygli sé mannleg og að mörgu leyti eðlileg og lesandanum er aldrei sagt að hann eigi að breyta háttum sínum eða hvernig hann ætti að hegða sér í staðinn. Þetta bætir mörgum lögum af túlkunarrými við textann og gerir frásögnina að flóknu samspili persóna, samfélags, sögumanns og lesenda. Heimska er vel unnin, góð og áhugaverð bók sem óhætt er að mæla með.

Skapaður í sálu annars

Further, let us consider the opinions of men and women of the landed gentry, the opinions of schoolgirls, the narrow-minded opinions of minor office clerks, the bureaucratic opinions of high officials, the opinions of lawyers in the provinces, the hyperbolic opinions of students, the arrogant opinions of little old men, and the opinions of journalists, the opinions of social activists as well as the opinions of doctors’ wives, and, finally, the opinions of children listening to their parents’ opinions, the opinions of underling chambermaids and of cooks, the opinions of our female cousins, the opinions of schoolgirls – a whole ocean of opinions, each one defining you within someone else, and creating you in another man’s soul. It’s as if you were being born inside a thousand souls that are too tight fitting for comfort. 

Witold Gombrowicz – Ferdydurke