Skilyrðislaust skylduboð gjallarhornsins

Shame is a negative, painful, social emotion that can be seen as resulting „…from comparison of the self’s action with the self’s standards…“.[1] but which may equally stem from comparison of the self’s state of being with the ideal social context’s standard. Thus, shame may stem from volitional action or simply self-regard; no action by the shamed being is required: simply existing is enough. 

-Wikipedia

Það truflar mig dálítið þegar fólk lætur einsog allt hið persónulega rými – það er, sá hluti manns sem maður kærir sig ekki um að deila með öðrum – markist svo til einvörðungu af skömm. Að eina ástæðan fyrir því að maður – sem einstaklingur eða hluti af hóp – geti kosið að halda einhverju út af fyrir sig sé að maður skammist sín. Við gerum þetta kannski sjaldan beint út – enda erfitt að skamma einhvern fyrir að eiga sér einkamál þegar við vitum ekki hvert einkamálið er – en við gerum þetta með eins konar ídólíseringu á þeim sem „opna sig“. Hvað sem líður öllu hatrinu á internetinu er jákvæð skilyrðing ennþá máttugasta valdatækið.

Nú er ég vel að merkja ekki mótfallinn því að fólk opni sig – það væri jafn fáránlegt og að krefjast þess að allir opnuðu sig um allt – en ég leyfi mér að efast um að slíkar opinberanir séu fyrst og fremst drifnar áfram af hugrekki og/eða nauðsyn. Rétt einsog teygjustökk eru opinberanirnar oft svaðalegar að sjá og veita opinberaranum áreiðanlega brjálæðislegt kikk – valdeflingu og sjálfshjálp – og rétt einsog teygjustökkið eru opinberanirnar yfirleitt hættulausari en þær virðast. Teygjustökk er áreiðanlega bráðhollt en það er kannski ekki ástæða til að búa til úr því siðferðislegt skylduboð.

Í nándinni er fólgin einhver fjarlægð (einsog teygjustökkinu!) – sem gerir bæði síník og fyrirlitningu mögulegri, eða í það minnsta auðveldari – en hún hættir samt ekki að vera nánd, önnur og ný nánd, fjöldanánd, sem við rötum kannski ekki um nema að litlu leyti (sem er ástæðan fyrir öllu taugaveiklaða fólkinu á internetinu; sem virðist samtímis fagna nýrri veröld og hata sjálft sig fyrir að taka þátt í henni). Við þurfum kannski öll að sætta okkur við að nú verður ekki lengur talað öðruvísi en í gjallarhorn.

Hið sjálfbæra stjörnulíf

Narcissism is the pursuit of gratification from vanity or egotistic admiration of one’s own attributes. 

– Wikipedia

Í ljósi þess að við búum í narsissískum heimi, við narsissísk lögmál („sá sem elskar ekki sjálfan sig er ófær um að elska aðra“), ætti það kannski ekki að koma manni á óvart að kraftmestu augnablikin skuli þá líka vera þau narsissískustu – bæði þau fallegu (einsog #freethenipple) og þau skelfilegu (einsog Germanwings), að ónefndum þeim átakamestu (einsog Hebdo vs. Kouachi bræður) sem eru álíka narsissísk beggja vegna borðsins.

Við lifum þess utan flest hálfgerðu stjörnulífi, erum okkar eigin papparassar, ofsækjum okkur sjálf og ættingja, vini og kunningja með farsímamyndavélum, töggum og vinabeiðnum og eltingum, til birtingar í persónulegum fjölmiðlum svo það sést til okkar hvar sem við erum og hvað sem við gerum.

Þrátt fyrir að við séum í senn alls staðar og hvergi.

Þráin og þráin eftir þránni

Zygmunt Bauman

It has become the folklore of social science to lay the responsibility for the `erotic revolution’ at the door of the `market forces’ (an address all the more convenient for the mystery surrounding its notoriously elusive resident). Eager to fill the void left by the Divine Providence and laws of progress, scientifically oriented study of changing human behaviour seeks a candidate for the vacant position of `main determinant’ – and `market forces’ are no worse, and in many respects better, than the others. I for once am not particularly worried by the void staying empty and the position remaining unfilled. `Market forces’ can be blamed, at the utmost, for exploiting without scruples the resources already at hand, and for exploiting them while being guided solely by their commercial potential and oblivious to all other, including the culturally devastating or morally iniquitous, aspects of the matter. Charging them with the powers to conjure up the resources themselves would be like accepting the alchemist’s authorship of the gold found in the test-tube: an exercise in magical rather than scienti®c reasoning (though, frankly, the difference between the two within social studies is far from unambiguous). It takes more than the greed for profit, free competition and the refinement of the advertising media to accomplish a cultural revolution of a scale and depth equal to that of the emancipation of eroticism from sexual reproduction and love. To be redeployed as an economic factor, eroticism must have been first culturally processed and given a form fit for a would-be commodity.

So let me leave aside the `commercial’ uses of eroticism, not really surprising in a society in which the care for whatever is seen as a human need is increasingly mediatized by the commodity market – and concentrate instead on the somewhat less obvious, and certainly less fully described and much too little discussed links between the erotic revolution and other aspects of the emergent postmodern culture. Among such aspects, two in particular seem to be directly relevant to our topic. The first is the collapse of the `panoptic’ model of securing and perpetuating social order. That model, as you know, has been described in detail by Michel Foucault, in reference to Jeremy Bentham’s idea of the universal solution to all tasks requiring the instilling of discipline and so obtaining the desirable sort of conduct from a great number of people. That solution, according to Bentham, was seeing without being seen, a surreptitious surveillance with its objects made aware that they might be closely scrutinized at every moment yet having no way of knowing when they are indeed under observation. Foucault used Bentham’s idea as a paradigm of the order-making activity of modern powers. Factories, workhouses, prisons, schools, hospitals, asylums or barracks, whatever their manifest functions, were also throughout the modern era manufacturers of order; in this lay their latent, yet arguably their paramount social function. Among all the panoptical institutions two were decisive for the performance of that latter function due to their vast catchment area. The two panoptical institutions in question were industrial factories and conscript armies. Most male members of society could reasonably be expected to pass through their disciplining treadmill and acquire the habits that would guarantee their obedience to the order-constituting rules (and later to enforce those habits on the female members in their capacity of the `heads of families’). Yet in order to perform their role such panoptical institutions needed men capable of undertaking industrial work and army duties – able to endure the hardships of industrial work and army life. Industrial invalidity and disqualification from army service meant exclusion from panoptical control and drill. Ability to work and to fight became therefore the measure of the `norm’, while inability was tantamount to social abnormality, deviation from the norm, alternatively subjected to medical or penological treatment. Modern medicine gave that norm the name of `health’. A `healthy man’ was a person capable of a certain amount of physical exertion, required by productive work and/or military exploits; the norm guiding the assessment of the state of health and the infinite variety of possible abnormalities was therefore `objectively measurable’. It could be easily set as a target; hitting or missing the target could be defined with considerable precision. 

Contemporary society needs neither mass industrial labour nor mass (conscript) armies. The era when factories and troops were the decisive order-sustaining institution is (at least in our part of the world) over. But so is, as well, panoptical power as the main vehicle of social integration, and normative regulation as the major strategy of order-maintenance. The great majority of people – men as well as women – are today integrated through seduction rather than policing, advertising rather than indoctrinating, needcreation rather than normative regulation. Most of us are socially and culturally trained and shaped as sensation-seekers and gatherers, rather than producers and soldiers. Constant openness to new sensations and greed for ever new experience, always stronger and deeper than before, is a condition sine qua non of being amenable to seduction. It is not `health’, with its connotation of a steady state, of an immobile target on which all properly trained bodies converge – but `fitness’, implying being always on the move or ready to move, capacity for imbibing and digesting ever greater volumes of stimuli, flexibility and resistance to all closure, that grasps the quality expected from the experience-collector, the quality she or he must indeed possess to seek and absorb sensations. And if the mark of `disease’ was incapacity for factory or army life, the mark of `unfitness’ is the lack of élan vital, ennui, acedia, inability to feel strongly, lack of energy, stamina, interest in what the colourful life has to offer, desire and desire to desire ….

Zygmunt Bauman – On the Postmodern Use of Sex

Maður, vertu nakinn (#freethenipple)

We seem to experience no joy in having secrets, unless they are the kinds of secrets likely to enhance our egos by attracting the attention of researchers and editors of TV talk shows, tabloid front pages and the covers of glossy magazines.  

[…]  

Provided it is not forgotten that what had previously been invisible – everybody’s share of the intimate, everybody’s inner life – is now required to be exposed on the public stage (principally on TV screens but also on the literary stage), it can be understood that those who care about their invisibility are bound to be rejected, pushed aside, or suspected of a crime. Physical, social and psychical nudity is the order of the day.

Zygmunt Bauman – Liquid Surveillance

Að þrengja ramma hins mögulega

Why is predicting the future so difficult? Over and over again, even our most highly educated guesses go disastrously wrong. Of course, the smart play would be not to try to guess what’s coming next. But that’s not how we’re wired. We desperately need prophets, even false ones, to help us narrow the infinity of plausible futures down to one or at least to a manageable handful. We look at the present and see the present; they see the seeds of the future. They are our advance scouts, infiltrating the undiscovered country, stealing over the border to bring back priceless reconnaissance maps of the world to come.

Lev Grossman – Forward Thinking 

Sjö: Fyrst endurtekur sagan sig

A massive power cut has hit dozens of provinces in Turkey, causing transport chaos across the country. 

More than half of Turkey’s 81 provinces were hit, with officials saying a break in connections with mainland Europe could be to blame.

The cut hit at 10:36 (07:36 GMT) on Tuesday morning, and power was not fully restored until the evening. 

Prime Minister Ahmet Davutoglu has said all possible causes are being examined, including terrorism.

Turkey power cut hits big cities – BBC News.

Það er í það minnsta gott að einhver er búinn að skrifa skáldsögu um þetta, ég segi ekki annað, var/er/verður varla seinna vænna.

Sex: Ósinn verður einsog uppsprettuna dreymir

Þegar ég var beðinn um að skila inn handriti að opnu í tímaritið Ókei Piss var ég búinn að velkjast um með hugmyndina í höfðinu í nokkra mánuði – í sem stystu máli: hvað gerist í eftirlitssamfélaginu þegar rafmagnið fer og enginn sér til manns lengur? Hvað gerir maður? Hugsanlega var ég meira að segja búinn að skrifa eitthvað af setningunum hér að neðan, sem Sigurlaug Gísladóttir teiknaði myndir við, en ég var ekki búinn að ákveða að þetta yrði skáldsaga.

Þessi texti var svo lítið breyttur í fyrstu fimm handritunum – svona hófst bókin, aftur og aftur – nema að fljótlega skipti Dagný um nafn og varð að Lenítu Talbot og „borgin“ varð að Ísafirði (sem í einu handriti var að vísu mjög stór, en minnkaði samt ár frá ári).

Ég henti þessu upphafi þegar ég byrjaði á síðasta handritinu. Leníta fékk sér nýja og betri vinnu, eignaðist tvíburasystur og sagan varð að mörgu leyti hversdagslegri dystópía en hún var þarna í Ókei Piss. Nú ætlaði ég að skrifa eitthvað um að það væri minni móðursýki í lokaútgáfunni, en það er víst ekki satt. Uppspretta móðursýkinnar er hins vegar önnur. Ég hætti líka eiginlega alveg að útskýra heiminn og leyfði honum (mestmegnis) að útskýra sig sjálfur.

Sagan birtist svona í Ókei Piss – og birtist hér aftur að fengnu leyfi frá Sigurlaugu (sem er einnig þekkt sem hinn stórgóði músíkant, Mr. Silla).

Fimm: Skelfing heimskunnar // Den hemska idiotin

Í fyrstu hélt sænski útgefandinn minn að Illska þýddi það sama á íslensku og sænsku – þ.e.a.s. „reiði“. Það gerir það auðvitað ekki og því heitir bókin Ondska á sænsku, sem var ekki heldur alveg vandkvæðalaust því Ondskan (með ákveðnum greini) eftir Jan Guillou er ein af frægari bókum Svía í seinni tíð*.

Á sænsku þýðir hemska – ætli maður að þýða það sem nafnorð – hræðileiki, ógn og skelfing, úff og æi. En orðið er ekki nafnorð, það er lýsingarorð – hemskden hemska mannen – skelfilegi maðurinn. Orðin hemsk og heimska eru skyld – einsog fram kom í síðustu færslu er orðið „heimska“ dregið af orðinu „heima“. Orðið „hemsk“ er svo auðvitað dregið af orðinu „heimsku“ (og þá ræður maður hvort maður lítur á íslenskuna sem vanþróaða orginalinn eða sænskuna sem úrkynjaða afritið).

Altso, fyrst þýddi orðið í raun heimakær. Svo þýddi það að þurfa ekki á utanaðkomandi áreiti að halda, að vera sáttur í eigin skinni. Svo sljór, viljalaus, dapurlegur, drungalegur, heimskur og loks skelfilegur. Birgitta Ernby, ritstjóri sænsku orðsifjabókarinnar, sagði í viðtali við DN að maður gæti vart hugsað sér fegurri lofsöng til ferðaþrárinnar. Það er samt áhugavert að velta því fyrir sér hversu langt að heiman sjálft orðið er komið – um hversu langan veg það hefur ferðast.

Kannski er ekki jafn mikið stökk frá heimskunni til skelfingarinnar og manni sýnist í fyrstu; heimska er alltaf eins konar myrkur og í myrkrinu þrífast myrkraöflin, einsog allir vita.** Því er iðulega haldið fram að þeir sem eru haldnir fyrirlitningu á öðru fólki – t.d. rasistar, kvenhatarar o.s.frv. – þjáist fyrst og fremst af ótta eða skelfingu sem sé drifin áfram af fáfræði eða heimsku. Og fyrir því má færa ágætis rök (þótt það sé auðvitað flóknara en svo).

Einhver staðar stendur líka skrifað að hugrekki sé að gera sér grein fyrir áhættu en taka hana samt – og þar eru heimskan og skelfingin aftur systkini. Ef maður gerir sér ekki grein fyrir áhættunni er maður ekki skelfdur og ef maður er ekki skelfdur er maður ekki hugrakkur, þarf ekki að taka á honum stóra sínum.

* Í Danmörku komu út tvær bækur sem hétu Ondskab í sömu vikunni – hin var spennutryllir.
** Auðvitað vita einmitt ekki allir að í myrkrinu þrífist myrkraöfl; ótti okkar er oft ástæðulaus og byggir oft á því sem við vitum ekki – skrímslum undir rúminu, því sem gerist bakvið luktar dyr þeirra sem „við“ upplifum sem öðruvísi, sem einhvers konar skelfilega leyndardóma, hvort sem það eru svefnherbergi transa eða moskur, kaffistofur bifvélavirkja eða málstofur akademíkera. 

Fjögur: Heimska er hugsanlega staður

Í gærkvöldi spurði Nadja mig hvort að við myndum alltaf tengja Víetnam við sjónvarpsþættina 24, sem við höfum horft á í vetur, og í kjölfarið fórum við að ræða hvaða seríur við hefðum horft á hvar. Síðan við byrjuðum saman, trúlofuðum og giftum okkur árið 2007 – á fáeinum mánuðum – höfum við, auk Hoi An, búið í Helsinki, Oulu, Stykkishólmi, Rejmyre, á tveimur heimilum í Västerås og tveimur á Ísafirði. Og hverju heimili fylgja nýjar sjónvarpsþáttaseríur. Það er prójekt nútildags að horfa á heila seríu – sérstaklega ef serían er öll búin þegar maður byrjar að horfa og maður kannski sökkvir sér í Sopranos í hálft ár kvöld eftir kvöld. Seríurnar sem maður horfir á jafn óðum og þær eru sýndar renna meira saman við árin – Game of Thrones er t.d. alls staðar og hvergi.*

Öllu mikilvægari lífspóstar eru bækurnar sem ég hef skrifað á ólíkum stöðum. Í Helsinki átti ég það til að fara á fætur um miðja nótt til að rímixa Tímann og vatnið eða skrifa niður eitthvað sem suðaði í hausnum á mér, því það væri nauðsynlegt að það gerðist strax, og eyddi stundum heilu vikunum í að tvíka til einhver smáatriði í ljóðavídjói, á milli þess sem ég skrifaði Gæsku. Ég hef sjálfsagt aldrei unnið jafn mikið á ævinni og þetta fyrsta ár sem ég var í fullu starfi sem rithöfundur. Í Grimmakoti á Ísafirði engdist ég yfir ritgerðarsmíðum og á Jakobsbergsgatan flúði ég húsið svefnvana eftir nýfæddan Aram og settist á kaffihúsið Kalla á Spönginni til að skrifa fyrstu síðurnar í Illsku – sem fylgdi mér síðan til Tiedonkaari í Oulu, með mikilvægum vinnulotum í Visby á Gotlandi, Norðurtanganum á Ísafirði og Jurbarkas í Litháen. Ég gerði síðustu breytingar í Rejmyre og las próförk í Vatnasafninu á Stykkishólmi.

Og staðir: Þegar ég var að skrifa kaflann um unglingsár Ómars, í þriðja hluta Illsku, sat ég á háskólabókasafninu í Oulu og sló því upp hvað forritin hétu sem maður notaði til að komast inn á IRCið – sem Ómar notaði til að koma sér í vandræði – og rak mig á að IRCið var fundið upp í Oulu. Í tölvudeildinni í háskólanum. Sem var á hæðinni beint fyrir ofan mig.

Staðir skipta bækur máli og bækur skipta staði máli. Þegar Eitur fyrir byrjendur kom út á sænsku bjó ég í Oulu í Norður-Finnlandi og tók rútuna niður til Umeå í Svíþjóð á Littfest og las nýútkomna þýðinguna á leiðinni. Og það rifjaðist svo margt upp fyrir mér – alls kyns díteilar úr lífi mínu einsog það var þegar ég skrifaði bókina fimm árum áður. Matur sem ég borðaði, fólk sem ég tók eftir á götu, greinar úr blöðunum, hugsanir sem sóttu á mig, samræður og svo framvegis – og margt er líka ómögulegt að vita hvort voru raunverulegar minningar eða tilbúnar (maður bullar svo mikið í sjálfum sér um eigin minningar). Í einhverjum skilningi var þetta einsog að lesa dagbók þótt frásögnin gæti varla verið ólíkari mínu eigin lífi.

Fyrstu fjögur handritin að Heimsku skrifaði ég ýmist á ferðalagi – ég var meira en hálft árið 2013 á faraldsfæti – eða við púltið sem bróðir minn smíðaði handa mér á Ísafirði. Fimmta handritið skrifaði ég í Jonsered og sjötta í Västerås. Sjöunda og áttunda handrit skrifaði ég svo við Le Hong Phong númer 32 í Hoi An, þar sem ég er enn, í dálitlu eirðarleysi. ** Það sjöunda var alveg jafn vonlaust og hin sex á undan en það áttunda einfaldlega small. Ég veit ekki hvað gerði herslumuninn, nákvæmlega, en það hvarflar að mér að eftirlitsdystópían hafi kannski gengið upp vegna staðsetningarinnar, vegna þess að ég er í einræðisríki langt að heiman – að ég hafi kannski fattað eitthvað hérna sem ég fattaði ekki almennilega áður, eitthvað sem ég kannski skildi einhverjum bókstafsskilningi en fann ekki til í beinum mér.

Þar kemur að minnsta kosti tvennt til.

Hið fyrra: Einhvern tíma í janúar skrifaði ég tölvupóst til kunningja míns í Bandaríkjunum og það sló mig að hugsanlega væri pósturinn færður til bókar á báðum endum. Ég held manni sé alveg óhætt að reikna með því að víetnömsk yfirvöld geymi að minnsta kosti lýsigögn um allar tölvupóstsendingar úr landinu – og líklega líka textann sjálfan. Og bandarísk yfirvöld gera áreiðanlega slíkt hið sama við allan póst sem kemur frá Víetnam. Það er merkileg tilfinning.

Hið síðara: Maður sleppur aldrei lengur. Það er alveg sama hvað maður fer langt út í heim, maður tekur allan farangurinn með sér – gamla skólafélaga, fjölskylduna, kollegana, debattana, skandalana, upphrópin og andvörpin. Mér fylgir Ísland og að hluta til Svíþjóð, alla daga jafnt, í krafti þess eins að þau geta fylgt mér og ég get ekki annað en fylgt þeim. Ég slökkti á Facebook á mikilvægasta sprettinum – af nokkrum ástæðum.*** Og þegar maður slekkur á Facebook notar maður Twitter meira, sem er svolítið einsog að reykja meira hass svo maður þurfi ekki að vera fullur alla daga; og netnotkun manns, eftirlit manns með heiminum, verður passífara – en það er enn til staðar, maður sér ennþá út þótt ekki sjáist jafn mikið inn, maður er enn með farangurinn á bakinu, ennþá með staðina sína í farteskinu. Maður er bara búinn að læsa sig inni í herbergi til að fá smá frið.

Hið fyrra er panoptikanska tilfinningin – þar sem maður er eiginlega alveg viss um að yfirvöld fylgjast með manni og gerir sér grein fyrir því að hugsanlega geti alls konar hegðun komið í bakið á manni af þeim sökum. Hið síðara er synoptíkanska tilfinningin þar sem allir fylgjast með öllum, þar sem maður er viðstöðulaus þátttakandi í eftirlitsnetinu og meðvitaður um að maður kemst aldrei alveg út úr því sjálfur. Þar eru líka alls kyns refsingar – útskúfun, afhjúpun og einelti þar á meðal – þótt þær séu annars eðlis. Panoptikon – bygging Benthams – er alræðisfangelsið; synoptikon er þægilega stofufangelsið. Við njótum þess líka að refsa öðrum, njótum þess að benda, hía og finna til valdsins sem synoptikon gæðir okkur.

Í gær póstaði ég búti af Wikipediu um heimsku þar sem fram kom að orðið „heimska“ væri skylt orðinu „heima“ og merkti þá að maður væri „ósigldur“, hefði ekki séð heiminn (sem er annað orð sem hlýtur eiginlega að vera skylt bæði „heima“ og „heimskur“ ****). Ég póstaði bútnum aðallega af því mér fannst fyndin athugasemdin um að fólk væri ósammála um hvort heimska væri þrálátt ástand eða hvort maður gæti losnað við hana – en hitt, sem ég hafði þó oft heyrt áður, hefur sótt svolítið á mig síðan. Og í sambandi við þetta hérna að ofan þá hvarflar að mér að maður komist ekki lengur að heiman – það sé ekki hægt, það skipti engu máli hversu langt maður fer maður sé alltaf líka heima. Í heiminum og heima. Og það verður fljótt dálítið angistarhlaðið – og hreinlega ofhlaðið. Ég er ekki viss um að maður ráði við nema takmarkað mikinn veruleika; og að þótt maður aðlagist þá þýði það ekki að maður aðlagist sér (eða samfélaginu) að kostnaðarlausu.

Það slær mig líka núna að orðið útópía – sem systurhugtak dystópíunnar, og einhvers konar andheiti hennar – þýðir bókstaflega „staðleysa“. Og andheiti staðleysu er væntanlega staður? Ísafjörður? Framtíðin? Internetið? Er fjarlægðin líka staður? Er heimska staður?

Þegar ég hef spurt mig að því hvaða merkingu það hafi að Heimska skuli gerast á þeim eina stað sem ég kalla blygðunarlaust „heima“ – þ.e.a.s. á Ísafirði – og sé skrifuð úr fjarlægðinni, hef ég aðallega verið að velta því fyrir mér hvort að mínir heimamenn, mitt heimafólk, taki því illa, einsog ég sé að segja að þeir séu heimskir (sem er ekki meiningin). En ég ætti kannski fyrst og fremst að spyrja hvað þetta segi um sjálfan mig? Hvort ég ætti ekki að taka þessu illa? Það stendur til að flytja til Ísafjarðar næsta sumar eða haust – fjárfesta í húsi, búa til framtíð (sem verður vonandi önnur en sú í bókinni). En svo er kannski ekkert sem tryllir mann jafn örugglega og að beita sínar eigin bækur „ævisögulegu aðferðinni“ – og það áður en þær eru einu sinni komnar út! Þá er maður áreiðanlega fastur í einhvers konar solipsískri vítahringsmartröð.

* Reyndar hlustaði ég svo mikið á fyrstu 2-3 bækurnar á hljóðbók, sumarið 2013, þegar ég þurfti að keyra mikið á milli Ísafjarðar og Keflavíkur, að veröldin – einsog framleiðsla þáttanna – fór að renna saman við landslagið og ég hugsa núorðið um allt ofan við Hólmavík sem „north of the wall“, en það er önnur saga og hallærislegri
** Og að leita mér að launuðum verkefnum, ekki síst þýðingum, ef einhver veit um slíkt má skrifa mér).
*** Ein verandi sú að einsog það er ekki hægt að skrifa um Ísafjörð þegar maður er á Ísafirði er ekki hægt að skrifa um eftirlit á meðan maður sinnir því alla daga – það þarf ákveðinn distans; önnur verandi að félagsmiðlar eru tímasvarthol sem er auðvelt að fá þráhyggju fyrir ef maður er þannig stemmdur, það rænir mann hugarrónni að þurfa að „leiðrétta allt fólkið á internetinu“, einsog fram hefur komið í skrípateikningum; þriðja verandi að víetnamski kommúnistaflokkurinn er með filter á netinu svo maður þarf að fara krókaleið inn á félagsmiðla, svona einsog maður þarf að gera til að lesa íslenskar rafbækur í kindli
****  Sló því upp, það stendur „heima“.