Gjöf andskotans eftir Tran Wu Khang

skáldin yrkja ljóð – ég terrorísera
strákar og stelpur kela – ég terrorísera
saumakonur fara á stofuna, börnin yfirgefa skólana – ég terrorísera
þau stunda fjárhættuspil – ég terrorísera
þau baða sig í hafinu – ég terrorísera
þau örvinglast, slasast, deyja – 
ég terrorísera kirkjur, ríkisstjórnir, hótel, markaði, vitlausraspítala, neðanjarðarlestir
í sól, regni, roki, stormum, umferðarteppum, bandaríkjadalur sveiflast – ég terrorísera
prestar predika, söngvarar fara á pöbbarölt, yfirstéttin kúgar, milljarðamæringar svíkja út sjóði, fátæklingar svelta – ég terrorísera
þau elskast
þau fjölga sér
þau ala hvert annað upp og mennta
þau hæla eða níða hvert annað
þau blekkja eða eru hreinskiptin hvert við annað
þau hafa áhyggjur af eyðni svartholinu grænu byltingunni hvíta dauðanum
ég terrorísera
enginn terroríserar – ég terrorísera
það skiptir ekki máli hvort nokkur einstaklingur, hópur eða flokkur terroríserar – ég terrorísera
ég gengst við því að vera terroristi, hvort sem það var ég sem terroríseraði eða ekki
þau mótmæla og fordæma mig – ég terrorísera
mannkyn alþjóðavæðist eða snýr aftur í hellana – ég held áfram að terrorísera
ég terrorísera á jörðinni, tunglinu, mars, halastjörnunum, ég terrorísera alls staðar
á reikistjörnum sem uppgötvast ekki fyrren eftir milljónir ára
deyi ég í þessu lífi mun ég halda áfram að terrorísera út í eilífðina í öllum mínum eftirlífum
glaður – ég terrorísera; dapur – ég terrorísera; hvorki glaður né dapur – ég terrorísera
ég ét sef ríð míg bara til að terrorísera
þau gera sprengjur, ég kaupi – ég terrorísera
geti ég ekki keypt þær, bý ég til mínar eigin – ég terrorísera
TERRORISTI er nafn MITT
það er það sem ég geri, það eru örlög mín, ást mín og hatur, leikur minn og stríð, mitt fyrirheitna land, raunveruleiki minn og tómið, trú mín og ástríða, himnaríki mitt …
ég terrorísera ég terrorísera ég terrorísera
terrorísera terrorísera terrorísera
r a d d i r
f u g l a r t í s t a                                                                  s y n g j a
s y n g j a                                                                             f u g l a r t í s t a
TERRORISMI
æ p a á h j á l p                                                                            s á r b æ n a
s á r b æ n a                                                               æ p a á h j á l p
k j ö k r a
ÉG TERRORÍSERA
ÉG TERROR
ÉG TERR
ÉG T
ÉG
É
.

Þýtt úr enskri þýðingu Linh Dinh.