Ég eyddi hluta úr degi í að taka upp hálfa Óratorrek fyrir útvarp. Það er aðeins meira en ráðlagður dagskammtur.

***

Hinum hlutanum eyddi ég í að hnýta endi á leikrit. Ég er ekki búinn að skrifa það – langt í frá raunar. En ég ætti að vera með fyrsta uppkast eftir nokkra daga. Kannski á morgun.

***

Upptökur fyrir RÚV. #óratorrek

A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on

***

Ég svaf ekki nóg og kannski drakk ég of mikið rauðvín í gærkvöldi. Týpískt ég!