Tilvitnun vikunnar

„Ég bjóst við þessum móttökum“, sagði ófreskjan. „Allir hata þann sem á bágt, hversu mjög hljóta þeir þá ekki að hata mig, sem á meira bágt en allt annað sem lífsandann dregur! Jafnvel þú, skapari minn, fyrirlítur mig og vísar mér burt, þinni eigin sköpun, sem þú ert tengdur böndum sem aðeins losna við það að annar hvor okkar afmáist. Þú ætlar að drepa mig. Hvernig vogarðu þér að leika þannig með lífið? Gerðu skyldu þína við mig, og ég skal gera mína við þig og alla aðra. Ef þú gengur að mínum skilyrðum þá skal ég láta þig og aðra í friði, en ef þú neitar skal ég fylla vömb dauðans uns hann er mettur af blóði þeirra vina þinna sem enn eru á lífi.“

Frankenstein – Mary Wollstonecraft Shelley